Kort yfir litaðar lykilleiðir um höfuðborgarsvæðið

Samgöngur

Skilti með korti af lituðum lykilleiðum á höfuðborgarsvæðinu.

Skilti sem staðsett eru á völdum áningarstöðum við göngu- og hjólastíga í Reykjavík hafa verið uppfærð með nýjum kortum.

Skiltin eru hönnuð í samræmi við nýtt útlit sem kemur til með að vera á kortum Borgarlínu og í nýju leiðarkerfi Strætó. Á kortunum er hægt að skoða hve langt er í næstu áfangastaði á tilteknum leiðum og hvar hægt er að skipta yfir á aðrar litaðar leiðir.

Litaðar lykilleiðir sýna bæði almennar samgöngutengingar milli sveitarfélaga og stíga til útivistar til að njóta t.a.m. eins og eftir mest allri strandlengjunni. Kortin taka svo breytingum eftir því sem nýjum stígum fjölgar.

Kortin koma þeim vel sem áhuga hafa á að nýta sér göngu- og hjólastíga til að ferðast um lengstu samfelldu stíga höfuðborgarinnar, hvort sem er vegna samgangna eða til heilsubótar og upplifunar.

Tengill

Litaðar lykilleiðir á höfuðborgarsvæðinu