Klébergsskóli tók öll grænu skrefin í einu

Skóli og frístund

Klébergsskóli fær viðurkenningu - Græn skref

Börn og kennarar í Klébergsskóla gerðu sér lítið fyrir og tóku öll fjögur grænu skref Reykjavíkurborgar í einu. Umhverfisvitund er samtvinnuð skólastarfinu og beint að lokinni afhendingu verðlauna og samsöng drifu allir nemendur skólans sig út að plokka rusl.

428 umhverfisvænar aðgerðir liggja að baki

Óhætt er að segja að Kjalarnes sé búið að taka mikilvæg skref því allt Kléberg, það er grunnskólinn, leikskólinn, frístundaheimilið og félagsmiðstöðin fengu viðurkenningu fyrir að hafa tekið öll fjögur skrefin sem eru þá í raun 16 talsins.

Á hverri starfsstöð 107 voru umhverfisvænar aðgerðir á bak við þessi grænu skref sem voru þá samtal 428. Aðgerðirnar eru af ýmsum toga og í þeim felast til dæmis rétt flokkun, að kaupa umhverfisvottaðar hreinlætis- og ræstivörur, umhverfisvænar samgöngur, minni sóun, betri orkunotkun og margt annað.