Kjarvalsstofa í París

Menning og listir

""

Kjarvalsstofa í París er stúdíóíbúð/vinnuaðstaða, sem ætluð er til dvalar fyrir listamenn. Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands og er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni.

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu fyrir tímabilið 1. ágúst 2014 - 31. júlí 2015. Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2014.  Úthlutun er tveir mánuðir í senn en stjórnarnefnd er ekki heimilt að úthluta íbúðinni í skemmri tíma.

Sótt er um dvöl í Kjarvalsstofu á Rafrænni Reykjavík, rafraen.reykjavik.is.  Með umsókn þurfa eingöngu að fylgja gögn sem umsækjandi telur að styðji umsóknina. Þeir sem í stofunni dvelja greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts er rekur stofuna og miðast við kostnað af rekstri hennar. Á árinu 2014 verða þau evrur 421 á mánuði fyrir einstakling en 571 evrur á mánuði fyrir tvo.

Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu fer yfir umsóknirnar og tekur ákvörðun um hverjir hljóta úthlutun. Öllum umsækjendum er svarað um leið og úthlutun hefur verið ákveðin.
Frekari upplýsingar veitir skrifstofa Menningar- og ferðamálasviðs í s. 590-1520 eða á netfanginu menning@reykjavik.is.