Kallað eftir sjónarmiðum íbúa og notenda

Umhverfi Skóli og frístund

""

Hugmyndagátt í  tengslum við hönnunarsamkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð er opin til loka ágústmánaðar til að íbúar, notendur þjónustunnar og aðrir áhugasamir geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri. 

Leikskólinn Miðborg fær nýtt húsnæði á lóð við Njálsgötu 89 sem er betur þekkt sem Njálsgöturóló og hefur Reykjavíkurborg efnt til hönnunar- og framkvæmdasamkeppni í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Hugmyndir sem settar verða á hugmyndagáttina verða hafðar til hliðsjónar bæði fyrir þáttakendur samkeppninnar og dómnefndina.

Opna hugmyndagátt.

Leitað er hugmynda í fjórum flokkum:

  • Útisvæðið
  • Byggingin – miðmót og yfirbragð
  • Starf leikskólans
  • Fjölskyldumiðstöðin

Skilafrestur  tillagna í hugmyndasamkeppnina rennur út 7. október. Nánari upplýsingar um hönnunarsamkeppni leikskólans og fjölskyldumiðstöðvar er að finna á vefsíðunni reykjavik.is/midborgarleikskoli.