Jólaskógurinn opnaður í Ráðhúsi Reykjavíkur

Skóli og frístund Menning og listir

""

Jólaskógurinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur var opnaður i morgun með pompi og prakt. 

Þetta er í áttunda sinn sem Tjarnarsalnum er breytt í jólaskóg þar sem börnin geta leikið sér. Að þessu sinni er hönnun og framkvæmd verkefnisins í höndum Steins Einars Jónssonar, upplifunarhönnuðar. 

Boðið er upp á bókahorn þar sem hægt er að velja úr bókum sem þar er að finna. Einnig eru alls kyns spil í boði.

Leikskólabörnum frá Hagaborg var boðið á opnunina í morgun. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ávarpaði börnin auk þess sem skötuhjúin Grýla og Leppalúði mættu á svæðið og sögðu börnunum sögur af jólasveinunum sem koma brátt til byggða. Þá sungu börnin jólalög með Grýlu og Leppalúða og gæddu sér á heitu súkkulaði með rjóma og smákökum. 

Jólaskógurinn er opinn virka daga frá 8.00 til 18.00, á laugardögum frá klukkan 10.00 til 18.00 og sunnudögum frá klukkan 12.00 til 18.00

Komið og njótið jólaskógarins.