Jóladagatal á 24 tungumálum

Skóli og frístund

Tré í Fógetagarðinum skreytt jólaljósum.

Samtökin Móðurmál kynna Heimsins jól – fjöltyngt dagatal sem kennarar eru hvattir til að nota í desember og fleiri geta að sjálfsögðu nýtt sér. Dagatalið birtist í samstarfi við íslensku UNESCO nefndina, Vigdísarstofnun, Miðju máls og læsis á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, Hólabrekkuskóla og Fellaskóla.

Opnið glugga að heiminum í desember

Á hverjum degi í desember verður hægt að opna fyrir jólakveðju á einu af þeim 7000 tungumálum sem töluð eru í heiminum í jóladagatali Móðurmáls.Í skólastarfi verður hægt að nota jóladagatalið sem hluta af vitundarvakningu um tungumál og þá auðlind sem felst í því að geta talað fleiri en eitt eða tvö tungumál. 



Það er öllum opið að dreifa því og nota í því samhengi sem gæti átt við. Þar geta allir sem viljað opnað “glugga” að heiminum, borið saman tungumálin, skoða hvar þau eru töluð og svo framvegis. Hér er dagatalið og niðurtalning getur hafist.