Íþróttamenn á Laugardalshöll

Skóli og frístund Íþróttir og útivist

""

Íþróttamenn á Laugardalshöll er stór lágmynd eftir keramiklistamennina og hjónin Gest Þorgrímsson (1920 – 2003) og Sigrúnu Guðjónsdóttur (betur þekkt sem Rúna; f. 1926) sem hefur verið sett upp á framhlið Laugardalshallarinnar. 

Myndin, sem er úr brenndum steinleir, sýnir íþróttamenn við margvíslega íþróttaiðkun. Myndin var upphaflega á stúku Laugardalsvallar en var tekin niður árið 2006 þegar stúkan var brotin niður og byggð ný. Á þeim tíma tókst ekki að finna annan nógu stóran gluggalausan vegg fyrir myndina. Vegna efnisins þótti ekki rétt að setja hana á önnur hús en íþróttamannvirki. Verkið var því í geymslu í níu ár.

Arkitekt Laugardalshallarinnar og upphaflegu stúkunnar, Gísli Halldórsson (1914–2012), var aðdáandi verksins og átti þátt í að það var pantað fyrir stúkuna árið 1981. Í júní 2010 skrifuðu Gísli og Rúna sameiginlegt bréf til borgarstjórnar þar sem þau sögðu m.a.: „Við óskum þess heitt að verkið fái að njóta sín í Laugardalnum og eftir að hafa farið saman í vettvangsferð um dalinn leggjum við til að verkinu verði komið fyrir á framhlið Laugardalshallar“. Á þeim tíma var ekki hægt að verða við þessum óskum en þeim var haldið til haga og þegar tækifæri gafst var ákveðið að setja verkið upp á framhlið Hallarinnar.



Gísli gerði grófa tillögu að því hvernig verkið yrði sett upp og Ásgeir Ásgeirsson frá T.ark teiknaði endanlegu uppsetninguna í samráði við Rúnu. Guðný Magnúsdóttir leirlistakona undirbjó verkið fyrir uppsetningu í samráði við Rúnu.

Mural by couple on Laugardalshöll Stadium

A large mural by the ceramic artists and couple, Gest Þorgrímsson (1920 - 2003) and Sigrún Guðjónsdóttir (b. 1926) has been set up on the front of Laugardalshöll Stadium. The mural shows athletes pursue various sports. The mural was originally on the grand stand at Laugardalshöll  but was taken down in 2006 when the grand stand was broken down and a new one built. The piece was stored for nine years and recently set up again.