Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík voru afhent nú síðdegis, á Degi íslenskrar tungu, við hátíðlega athöfn í Hörpu. Er þetta í sautjánda sinn sem verðlaunin eru afhent en þau eru á vegum skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar í samstarfi við Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Íslenskuverðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu í töluðu og rituðu máli.
Meðal verðlaunahafa í ár eru ungir lestrarhestar, framúrskarandi upplesarar, tvítyngdir nemendur sem náð hafa góðum tökum á íslensku á skömmum tíma, ljóðskáld og sagnahöfundar.
Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari verðlaunanna en þau voru afhent í dag af Mörtu Guðjónsdóttur, formanni nefndar um Íslenskuverðlaunin, Sabine Leskopf og Guðnýju Maju Riba, fulltrúum skóla- og frístundaráðs. Verðlaunin að þessu sinni eru viðurkenningarskjal og bókin Ljóðaúrval með ljóðum Jónasar Hallgrímssonar í samantekt Böðvars Guðmundssonar.
Ungt og upprennandi fólk í skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar flutti tvö lög við þetta tækifæri undir styrkri stjórn Inga Garðars Erlendssonar.
Verðlaunahafarnir í ár eru:
Austurbæjarskóli
- Salka Árnadóttir
- Anna María Tómasdóttir
- Vy Thao Vu
Álftamýrarskóli
- Ástrós Eva Einarsdóttir
Ártúnsskóli
- Sigurlaug Jökulsdóttir
Borgaskóli
- Hussein Aziz Haidar
Breiðholtsskóli
- Apichaya Eiamlamoon
- Arnar Bjarki Jóhannsson
Fellaskóli
- Fahad Abu Zer
- Steven Michael Noviczski
- Alexandra Ninja Bjarkadóttir
Foldaskóli
- Elísabet Hauksdóttir
Háteigsskóli
- Nína Marin Andradóttir
- Jakobína Lóa Sverrisdóttir
Hólabrekkuskóli
- Morgunsól Aría Eldberg Heiðarsdóttir
- Heather Adrielle Gayle R Tongco
- Guðbjörg Grímsdóttir
Klettaskóli
- Felix Auffenberg
Landakotsskóli
- Deanne Rylan Maamo Tolato
- Ottó Hugberg Torfason
Rimaskóli
- Margrét Einarsdóttir
- Una Lind Otterstedt
- Sóley Kría Helgadóttir
Seljaskóli
- Elín Sóley Sande e Castro
- Nína Magnea Engilbertsdóttir
- Lúkas Myrkvi Gunnarsson
Tjarnarskóli
- Margrét Arna Björnsdóttir
Víkurskóli
- Karen Sæberg Guðmundsdóttir
Ölduselsskóli
- Sverrir Valdimar Daníelsson
- Robin Shekho
- Artem Smolnychenko