Innritað í leikskólana 24. apríl | Reykjavíkurborg

Innritað í leikskólana 24. apríl

mánudagur, 16. apríl 2018

Þann 24. apríl fer fram innritun í leikskóla í Reykjavík vegna plássa sem losna í haust þegar elstu leikskólabörnin byrja í grunnskóla. 

  • Krummar í Grænuborg
    Þessa krumma bjuggu börnin í Grænuborg til.

Við innritun í leikskólana verður byrjað á börnum sem fædd eru á árinu 2016 eða fyrr, ásamt börnum sem njóta forgangs. Að því loknu verða biðlistar yfirfarnir að nýju og börnum sem verða orðin 18 mánuða 1. september boðin vist eftir því sem pláss í sérhverjum leikskóla eyfa. 

Tekið er tillit til óska foreldra um leikskóla og börnin innrituð eftir kennitöluröð. Barnafjöldi er mismikill í hverfum borgarinnar og því þarf stundum að bjóða foreldrum vistun fyrir barn sitt í öðrum leikskóla en þeir hefðu helst kostið. 

Áætlað er að börnum sem boðin verður leikskólavist í þessari innritun geti hafið leikskólagöngu sína eftir sumarleyfi. Til þess að það geti gengið að fullu eftir  þurfa leikskólarnir að vera fullmannaðir hæfu starfsfólki í samræmi við lög og aðalnámskrá leikskóla.