Innri endurskoðun fer yfir braggaframkvæmdir | Reykjavíkurborg

Innri endurskoðun fer yfir braggaframkvæmdir

föstudagur, 12. október 2018

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að ráðast í heildarúttekt á ferlinu varðandi endurgerð þriggja húsa við Nauthólsveg 100.

  • Bragginn við Nauthólsveg 100, Háskólinn í Reykjavík sést í baksýn.
    Bragginn við Nauthólsveg. Þar er nú rekið veitingahús sem opið er öllum en að auki er þar aðstaða fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík en HR leigir húsakynnin af Reykjavíkurborg.

Tillaga meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna var svohljóðandi.

„Borgarráð samþykkir að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að ráðast í heildarúttekt á öllu því ferli sem endurgerð braggans fól í sér. Enginn angi málsins skal vera undanskilinn og allt skal upplýst í þessu máli frá upphafi til enda. Einnig er óskað eftir því að innri endurskoðun Reykjavíkur geri tillögur að umbótum í tengslum við það sem aflaga hefur farið og í bága við vandaða stjórnsýsluhætti.“

Nokkuð var um bókanir fulltrúa minnihlutans á fundinum vegna málsins sem lesa má um í fundargerð.

Fundargerð borgarráðs 11. október 2018