Innköllun á Stella Artois bjór í 330 ml glerflöskum
Heilbrigðiseftirlit Innkallanir matvæla
Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Stella Artois bjór í 330 ml glerflöskum.
Efni: Innköllun á Stella Artois bjór í 330 ml glerflöskum vegna þess að hann getur innihaldið aðskotahluti (gleragnir).
Vínnes ehf. hefur, að höfðu samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Stella Artois bjór í 330 ml glerflöskum vegna þess að hann getur innihaldið gleragnir.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Stella Artois.
Best fyrir dagsetningar: 06/12/18 & 07/03/19.
Nettómagn: 330 ml.
Umbúðir: Gler.
Framleiðandi: AB InBev.
Framleiðsluland: Belgía.
Innflytjandi: Vínnes ehf., Skútuvogi 1F, 104 Reykjavík.
Dreifing: Vínbúðir ÁTVR, Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli, Fríhöfnin Reykjavíkurflugvelli.
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga. Nánari upplýsingar veitir Vínnes ehf. í síma 580 3800 og í gegnum netfangið info@vinnes.is.