No translated content text
Innköllun á smákökudeigi með mjólkursúkkulaðibitum frá Evu Laufeyju
Myllan, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað frá neytendum tilbúið smákökudeig með mjólkursúkkulaðibitum, vörumerki Eva Laufey.
Ástæða innköllunar: Vegna mistaka var lítill hluti framleiðslu ranglega merktur og inniheldur í raun smákökudeig Evu Laufeyjar með trönuberjum og pekanhnetum en ekki með mjólkursúkkulaðibitum.
Hver er hættan?
Pekanhnetur eru á lista yfir ofnæmis- eða óþolsvalda. Neysla vörunnar getur verið óörugg fyrir neytendur sem hafa ofnæmi- eða óþol fyrir hnetum.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Eva Laufey
Vöruheiti: Tilbúið smákökudeig – Súkkulaðibitar – með mjólkursúkkulaðibitum
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 7.12.2023
Nettómagn: 500 g
Strikamerki: 5690568019825
Framleiðandi: Myllan
Framleiðsluland: Ísland
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
Myllan, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík.
Dreifing:
Verslanir Bónuss og Hagkaupa um land allt.
Leiðbeiningar til neytenda:
Neytendur sem eiga umrædda vöru og hafa ofnæmi- eða óþol fyrir pekanhnetum eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í versluninni þar sem hún var keypt eða hjá Myllunni.
Nánari upplýsingar um innköllun:
Nánari upplýsingar veitir gæðadeild Myllunnar í síma 510 2300 eða í gegnum netfangið gaedastjori[hja]myllan.is.