Innköllun á Pepperóní-, Skinku- og Kjúklingabeyglu

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

""

Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Efni: Sölustöðvun og innköllun af markaði á Pepperóníbeyglu, Beyglu með skinku og Kjúklingabeyglu, merktar 10-11, vegna ómerktra ofnæmis-og óþolsvalda

Rekstrarfélag 10-11 ehf. hefur, í samvinnu við Bakarann okkar ehf. og í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Pepperóníbeyglu, Beyglu með skinku og Kjúklingabeyglu, merktar 10-11, vegna ómerktra ofnæmis-og óþolsvalda (mjólkurafurðir, sesamfræ, súlfíð og sojaafurðir). Vörurnar eru framleiddar af Bakaranum okkar ehf. fyrir 10-11.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti:  Pepperóníbeygla.
Strikanúmer:  5694203088980
Nettóþyngd:  200 g.
Framleiðandi:  Framleitt fyrir 10-11 ehf.
Framleiðsluland:  Ísland
Dreifing:  Verslanir 10-11.

Vöruheiti:  Beygla með skinku.
Strikanúmer:  5694203088980
Nettóþyngd:  200 g.
Framleiðandi:  Framleitt fyrir 10-11 ehf.
Framleiðsluland:  Ísland
Dreifing:  Verslanir 10-11.

Vöruheiti:  Kjúklingabeygla.
Strikanúmer:  5694203088980
Nettóþyngd:  200 g.
Framleiðandi:  Framleitt fyrir 10-11 ehf.
Framleiðsluland:  Ísland
Dreifing:  Verslanir 10-11.

Tekið skal fram að vörurnar eru skaðlausar þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir mjólkurafurðum, sesamfræjum, súlfíði og sojaafurðum.
Viðskiptavinir sem hafa keypt vöruna í verslunum 10-11, er bent á að hægt er að skila þeim í allar verslanir 10-11 eða til Bakarans okkar, Kaplahrauni 9, Hafnafirði.