Innköllun á Muna hampolíu

Icepharma, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað frá neytendum Muna hampolíu.
Ástæða innköllunar er að varan inniheldur THC (tetrahydrocannabinol) yfir hámarksgildi.
Hver er hættan?
THC er aðskotaefni í matvælum. Matvæli sem innihalda THC yfir hámarksgildum geta verið heilsuspillandi.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Muna
Vöruheiti: Hampolía
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 30.01.2023
Strikamerki: 5694230036981
Lotunúmer: Q581
Nettómagn: 250 ml
Framleiðandi: IFTEA s.r.l.
Framleiðsluland: Ítalía
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
Icepharma, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.
Dreifing:
Krónan, Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Kjörbúðin, Iceland, Melabúðin, Heimkaup, Brauðhúsið, H verslun, Hjá Jóhönnu og Lyfjaver.
Leiðbeiningar til neytenda:
Neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Nánari upplýsingar um innköllun:
Nánari upplýsingar veitir Davíð Berg, vörumerkjastjóri á heilsusviði Icepharma, í síma 540 8072 eða með tölvupósti á netfangið davidb[hja]icepharma.is.