Innköllun á Mini Mandu Prawn Dumplings

Heilbrigðiseftirlit

Innköllun

Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 5. apríl 2024.

Efni: Market Hong Phat, Suðurlandsbraut 6, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Mini Mandu Prawn Dumplings
Ástæða innköllunar: Tilkynning barst í gegnum viðvörunarkerfið RASFF um grun um vanmerkta ofnæmis- og óþolsvalda í vöru (egg).
Hver er hættan? Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur sem er hættulegur fyrir einstaklinga sem eru með ofnæmi fyrir eggi.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
 
Vörumerki: Bibigo
Vöruheiti: Mini Mandu Prawn Dumplings
Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: 12/01/2024, 21/06/2024 og 10/08/2024
Strikamerki: 4 016337 916002
Nettómagn: 360g
Framleiðandi: CJ Foods Vietnam Co. LTD.
Framleiðsluland: Víetnam

Heiti og heimilisfang fyrirtækis: Market Hong Phat, Suðurlandsbraut 6

Dreifing: Market Hong Phat