Innköllun á frosnu grænmeti vegna gruns um listeríu

Heilbrigðiseftirlit Innkallanir matvæla

""

Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni Listeria monocytogenes.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Pinguin.

Vöruheiti: Sweet Corn Kernels og Mexican Mixed Vegetables.

Strikanúmer: 5411683230588 og 5411683232117.

Nettómagn: 2,5 kg.

Lotunúmer: Allar dagsetningar milli 13. ágúst 2016 og 20. júní 2018.

Geymsluskilyrði: Frystivara.

Innflytjandi: Madsa ehf., Vatnagörðum 22, 104 Reykjavík.

Dreifing: Stóreldhús og verslun Stórkaupa, Faxafeni 8.

Þeir aðilar sem eiga umræddar vörur eru beðnir um að neyta þeirra ekki.  Nánari upplýsingar fást hjá Madsa ehf. í síma 517 2727 eða í gegnum netfangið madsa@madsa.is.   

Nánari upplýsingar um Listeria monocytogenes er að finna á vefsíðu Matvælastofnunar.