Innköllun á Chalwa Sezamowa

Heilbrigðiseftirlit

Innköllun

Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur Nr. 03/2024

Efni:

Mini market, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað frá neytendum Chalwa Sezamowa. 

Ástæða innköllunar:

Tilkynning barst í gegnum viðvörunarkerfið RASFF um að salmonella hafi greinst í nokkrum lotum af vörunni. 

Hver er hættan?

Salmonella getur valdið alvarlegum veikindum, sérstaklega hjá viðkvæmum einstaklingum og hjá fólki í áhættuhópum eins og börnum, eldra fólki eða fólki með undirliggjandi sjúkdóma.  

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Sultan

Vöruheiti: Chalwa Sezamowa

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 09.07.2025 og allar eldri dagsetningar

Nettómagn: 100 g

Strikamerki: 5907180567512, 5906660133780, 5906660133254, 5906660133247, 5906660133230.

Framleiðandi (pökkunaraðili): Elis Ali Eski, Póllandi

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

Mini Market, Drafnarfelli 14, 111 Reykjavík.

Dreifing: Mini Market

Leiðbeiningar til neytenda: Neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni til Mini Market. 

Nánari upplýsingar um innköllun: Nánari upplýsingar veitir Mini market í síma 5170107 eða í gegnum netfangið sala@minimarket.is