Innkalla Tahini Sesam Mus

Varan sem verið er að innkalla, Tahini Sesam Mus

Miðausturlandamarkaðurinn, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Tahni Sesam Mus, 800 g.

Ástæða innköllunar er að salmonella  greindist í vörunni og bakterían valdið alvarlegum sýkingum í mönnum.  Nánari upplýsingar um salmonella eru á vefsíðu Matvælastofnunar.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: Al Burj
  • Vöruheiti: Tahni Sesam Mus
  • Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 12/08/2023
  • Strikamerki: 220332595
  • Nettómagn: 800 g
  • Framleiðandi: Kosebate.GmbH
  • Framleiðsluland: Sýrland
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
  • Miðausturlandamarkaðurinn, Lóuhólum 2-4.

Miðausturlandamarkaðurinn, Lóuhólum 2-4 sér um dreifingu.

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig má skila henni gegn endurgreiðslu í verslunina Miðausturlandamarkaðurinn, Lóuhólum 2-4. Nánari upplýsingar má nálgast í Miðausturlandamarkaðinum í Lóuhólum.