Innkalla Special Gunpowder Green Tea

Special Gunpowder grænt te.

Vietnam Market hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum grænt te, sem heitir Special Gunpowder Green Tea.

Ástæða innköllunar er að varnarefnið anthraquinone greindist yfir leyfilegum hámarksgildum í vörunni en efnið er flokkað sem krabbameinsvaldandi og getur því haft skaðleg áhrif á heilsu fólks.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

  • Vöruheiti: Special Gunpowder Green Tea
  • Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 31/12/2024
  • Strikamerki: 3379140108783
  • Nettómagn: 250 g
  • Framleiðsluland: Kína
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
  • Vietnam Market ehf., Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík.

Um dreifingu sjá verslanir Vietnam Market að Bankastræti 11 og Laugavegi 86-94.

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig má skila henni gegn endurgreiðslu í verslanir Vietnam Market, Bankastræti 11 og Laugavegi 86-94.

Nánari upplýsingar má nálgast í versluninni Vietnam Market, Bankastræti 11 og Laugaveg 87 eða í tölvupósti: info@vy.is