Ó. Johnson & Kaaber ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Pågen Vanillas snúða með vanillufyllingu.
Varan getur verið mygluð og það gerir snúðana óörugga og óhæfa til neyslu.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: Pågen
- Vöruheiti: Vanillas
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 20.07.2021 og 12.07.2021
- Strikamerki: 7311070006230
- Nettómagn: 195 g
- Geymsluskilyrði: Á ekki við
- Framleiðandi: Pågen AB
- Framleiðsluland: Svíþjóð
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
- Ó. Johnson & Kaaber ehf., Tunguhálsi 1, 110 Reykjavík.
Dreifing vöru; Fjarðarkaup, Skerjakolla, Bónus, Kostur, Mini Market, Plúsmarkaðurinn, Kjörbúðin, Krambúðin, Nettó, Iceland, Kaupfélag Skagfirðinga, Krónan, Hagkaup, Extra24, 10-11, Heimkaup, Melabúðin, Kauptún.
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni hjá Ó. Johnson & Kaaber ehf.
Nánari upplýsingar veitir Ó. Johnson & Kaaber ehf. í síma 535 4000 eða í gegnum netfangið ojk[hjá]ojk.is.