Innkalla Muna rúsínur

Muna rúsínupoki.

Icepharma hefur, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, stöðvað sölu og innkallað frá neytendum eina framleiðslulotu af Muna rúsínum.

 

Ástæða innköllunarinnar er að framleiðslulotan stenst ekki kröfur til geymsluþols og er byrjuð að þrána. Þránuð matvæli eru skemmd og óhæf til neyslu.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: Muna
  • Vöruheiti: Rúsínur
  • Strikamerki: 5694230036257
  • Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 31.12.2022
  • Lotunúmer: 311222
  • Nettómagn: 500 g
  • Framleiðsluland: Þýskaland
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
  • Icepharma, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.

Dreifing; Nettó, Melabúðin, Fjarðarkaup, Heimkaup, Þín Verslun, Hjá Jóhönnu, Kjörbúðin, Krambúð, Iceland, Veganmatur, HALPAL, Hlíðarkaup, Lyfjaver.

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Berglind, deildarstjóri á heilsusviði Icepharma, í síma 540 8071 eða með tölvupósti á netfangið berglind[hja]icepharma.is