Innnes ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað frá neytendum Beutelsbacher / Demeter Epla- og gulrótasafa.
Ástæða innköllunar:
Galli í framleiðslu veldur vexti mjólkursýrubaktería sem gerjar vöruna.
Hver er hættan?
Varan er skemmd og því óhæf til neyslu.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Beutelsbacher / Demeter
Vöruheiti: Epla- gulrótasafi
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 01.03.26
Nettómagn: 750 ml
Strikamerki: 4106060070604
Framleiðandi: Beutelsbacher Fruchtsaftkelterei GmbH
Framleiðsluland: Þýskaland
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
Innnes ehf., Korngörðum 3, 104 Reykjavík.
Dreifing:
Nettó Mjódd, Ísafirði, Selhellu, Egilsstöðum, Granda, Selfossi, Glerártorgi, Húsavík og Engihjalla, Fjarðarkaup (Fræið), Kjörbúðin Hellu.
Leiðbeiningar til neytenda:
Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í versluninni þar sem hún var keypt og fá hana bætta.
Nánari upplýsingar um innköllun:
Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Innness ehf. í síma 532 4000 eða í gegnum netfangið kas@innnes.is.