Íbúðarhúsalóðir í Úlfarsárdal á föstu verði

Umhverfi Stjórnsýsla

""

Reykjavíkurborg býður til sölu byggingarrétt á íbúðarhúsalóðum í Úlfarsárdal. Byggingarrétturinn er nú á föstu verði að viðbættu gatnagerðargjaldi sem ákvarðast af flatarmáli byggingar sem heimilt er samkvæmt deiliskipulagi að reisa á viðkomandi lóð. 

Í boði eru einbýlishúsalóðir í grónari hluta hverfisins, raðhúsalóðir við Leirtjörn og ein parhúsalóð við Friggjarbrunn. Öðrum lóðum í skipulögðum hluta hverfisins hefur verið ráðstafað. Nánari upplýsingar um verð,  skilmála og fyrirkomulag  sölu byggingarréttarins eru á vef Reykjavíkurborgar –  www.reykjavik.is/lodir

Uppbygging þjónustu gengur vel

Mikil uppbygging á sér stað í Úlfarsárdal. Undir Dalskóla fellur leikskóli, grunnskóli og frístundastarf. Starf skólans er í nýrri byggingu sem er samtengd menningarmiðstöð hverfisins og sundlaug sem eru í uppbyggingu. Íþróttafélagið Fram starfar í hverfinu með æfinga- og keppnisvelli við Úlfarsána. Nýlega var tekin fyrsta skóflustunga að íþróttamiðstöð og eru framkvæmdir hafnar.

Lóðir í boði

Stórar einbýlishúsalóðir

  • Gerðarbrunnur 48 – Lóð er 550 fermetrar og heildarbyggingarmagn er 340 fermetrar.
  • Gerðarbrunnur 52 – Lóð er 550 fermetrar og heildarbyggingarmagn er 340 fermetrar.
  • Urðarbrunnur 3 – Lóð er 406 fermetrar og heildarbyggingarmagn er 290 fermetrar.
  • Urðarbrunnur 5 – Lóð er 406 fermetrar og heildarbyggingarmagn er 290 fermetrar.
  • Urðarbrunnur 20 – Lóð er 369 fermetrar og heildarbyggingarmagn er 290 fermetrar.
  • Urðarbrunnur 21 – Lóð er 445 fermetrar og heildarbyggingarmagn er 350 fermetrar.
  • Sifjarbrunnur 32 – Lóð er 341 fermetri og heildarbyggingarmagn er 295 fermetrar.

Raðhúsalóðir við Leirtjörn

  • Silfratjörn 5-9 – Lóð er 727 fermetrar og heildarbyggingarmagn er 520 fermetrar.
  • Silfratjörn 11-15 – Lóð er 663 fermetrar og heildarbyggingarmagn er 520 fermetrar.
  • Silfratjörn 14-18 – Lóð er 753 fermetrar og heildarbyggingarmagn er 600 fermetrar.
  • Jarpstjörn 16-20 – Lóð er 758 fermetrar og heildarbyggingarmagn er 600 fermetrar.
  • Jarpstjörn 5-11 – Lóð er 970 fermetrar og heildarbyggingarmagn er 800 fermetrar.

Parhúsalóð við Friggjarbrunn

  • Friggjarbrunnur 31-33 – Lóð er 471 fermetrar og heildarbyggingarmagn er 364 fermetrar.

Skoða nánar á www.reykjavik.is/lodir