Íbúar kusu um framkvæmdir í hverfum

""

Þátttaka í kosningum íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt hefur aldrei verið betri, en kosningaþátttaka var 10,9%.  Kosningaþátttaka árið 2016 var 9,4% og þar áður 7,3%. 

Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 16 ára og eldri og voru nærri 102 þús íbúar á kjörskrá. Af þeim nýttu sér 11.113 rétt sinn til að kjósa.  Kosningar stóðu yfir á vefnum Hverfið mitt 3. – 19. nóvember.

Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og eru 450 milljónir til ráðstöfunar. Íbúar kusu í ár 76 verkefni til framkvæmda á næsta ári.  Í fyrra var sama upphæð var til ráðstöfunar en þá voru 112 verkefni kosin og skýrist munurinn á því að nú urðu stærri verkefni fyrir valinu.  

Dæmi um veglegustu verkefnin í ár eru vaðlaug við Grafarvogslaug;  göngustígur við Rauðavatn; leiktæki og tartan í Breiðholtslaug; endurbætur á leikvelli í Laugardalnum og tenging Hagatorgs við nærumhverfið.  Í Grafarvogi fer framkvæmdaféð í þrjú verkefni en í Árbæ og Laugardal fara 12 verkefni á verkefnalista í hvoru hverfi.

Á listanum hér fyrir neðan má sjá valin verkefni.  Hér má sjá nánar um fjölda atkvæða að baki hverju verkefni og áætlaða upphæð framkvæmdar.

Árbær – valin verkefni:   

 • Leiktæki á lóð Selásskóla
 • Kaldur pottur í Árbæjarlaug
 • Göngustígur við Rauðavatn
 • Ruslatunnur við göngustíga í Norðlingaholti
 • Bæta lýsingu við göngubrú yfir Breiðholtsbraut
 • Göngustígur á horni Rofabæjar og Fylkisvegar
 • Drykkjarfontur í Elliðaárdalinn
 • Ungbarnarólur á leikvelli í Bæjarhverfi
 • Þrektæki við Rauðavatn
 • Fuglaskilti við stíflubrú
 • Göngustígur milli Sel- og Árvaðs
 • Merkja bílastæði við Sandavað

Breiðholt  – valin verkefni:      

 • Lýsing á göngustígum í Seljahverfi
 • Kaldur pottur í Breiðholtslaug
 • Lýsing í Elliðaárdal
 • Leiktæki og tartan í Breiðholtslaug
 • Lýsing og borðbekkir við skíðabrekku
 • Lagfæra svæðið við færanlegar kennslustofur við Seljaskóla
 • Fjölga bekkjum í Seljahverfinu
 • Lagfæring á aðkomu Breiðholtsskóla
 • Grindverk við körfuboltaspjald á lóð Hraunheima

Grafarholt og Úlfarsárdalur  – valin verkefni:      

 • Lýsing við sleðabrekku fyrir neðan Reynisvatnsháls
 • Ruslastampar í Grafarholti
 • Áningastaður á milli Hádegismóa og Grafarholts
 • Líkamsræktartæki við Reynisvatn
 • Gróðursetning í Úlfarsárdal
 • Heilsustígur í Úlfarsárdal
 • Upplýsingaskilti um vegalengdir

Grafarvogur  – valin verkefni:   

 • Frágangur við grenndargáma við Spöngina
 • Vaðlaug við Grafarvogslaug
 • Lýsing á göngustíg meðfram Strandvegi

Háaleiti - Bústaðir  – valin verkefni:   

 • Ávaxtatré á opnum svæðum
 • Grenndargámar við Sogaveg.
 • Fegra borgarland við Háleitisbraut
 • Ný girðing við Bústaðaveg.
 • Líkamsræktartæki á opið svæði vestan Miðbæ
 • Endurnýjun á göngustíg milli H- og K-landa.
 • Bæta leikvöllinn við Rauðagerði

Hlíðar  – valin verkefni:    

 • Bætt lýsing við gönguljós við Hlíðarskóla
 • Ungbarnarólur á leikvelli
 • Göngustígur frá Stigahlíð
 • Lýsing við körfuboltavöll á Klambratúni
 • Hjólaviðgerðarstandur í Hlíðunum
 • Klifurgrind á Klambratún
 • Bekkir á Klambratún
 • Vatnsfontur á Klambratúni
 • Bekkir í Hlíðunum
 • Upplýsingaskilti um fiskþurrkunarreit og sögulegar minjar
 • Endurbætur við gatnamót Brautarholts og Stórholts

Kjalarnes – valin verkefni:    

 • Viðhald á opnum svæðum
 • Gler í girðingu við sundlaugina
 • Gróður í mön við Jörfagrund og á leiksvæði

Laugardalur  – valin verkefni:   

 • Endurbætur á lýsingu í Laugardal
 • Framhlið Laugardalslaugarinnar
 • Bæta aðgengi að fjöru á Laugarnestanga
 • Endurbætur á leikvelli í Laugardal
 • Merking stíga í Laugardalnum
 • Bæta lýsingu við gatnamót Holta- og Langholtsvegar
 • Snyrta umhverfis vatnsbrunna í Laugardalnum
 • Hreinsun fjörunnar við Háubakka í Elliðaárvogi
 • Ruslatunnur í Vogahverfi
 • Stærri klukkur í Laugardalslaug
 • Gönguleið yfir Suðurlandsbraut við Mörkina
 • Ungbarnaróla á leikvöllinn við Sæviðarsund

Miðborg – valin verkefni:   

 • Gróður og bekkir í Hljómskálagarðinn
 • Fjölga leiktækjum í Hljómskálagarðinum
 • Almenningsgarður við Þingholtsstræti 25
 • Ný gangstétt við Barónsstíg
 • Ungbarnaróla á Skógarróló í Skerjafirði

Vesturbær  – valin verkefni:    

 • Gönguleið yfir Hofsvallagötu
 • Fjölga ruslatunnum í Vesturbænum
 • Lýsing við göngustíg á Ægissíðu
 • Sjónauki við Eiðisgranda
 • Endurbætur á leikvelli við Tómasarhaga
 • Hagatorg tengt við nærumhverfi
 • Endurbætur á körfuboltavelli milli Faxaskjóls og Sörlaskjóls