Borgarstjórinn í Reykjavík boðar til opins íbúafundar um fyrirhugaða uppbyggingu í Breiðholti. Fundurinn verður haldinn í Gerðubergi fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20.00.
Gefin verður heildarmynd af hverfinu og áherslur í aðalskipulagi, en sjónum verður síðan sérstaklega beint að uppbyggingu í Suður-Mjódd og deiliskipulagsvinnu sem þar er í gangi, hugmyndum um uppbyggingu í Norður-Mjódd og við Stekkjabakka. Í tengslum við uppbyggingu í Suður-Mjódd mun borgarstjóri fara yfir samning við ÍR og kynna samráðshópa sem borgarráð hefur samþykkt að stofna um eflingu íþróttastarfs í Breiðholti.
Eftir kynningu gefst fundargestum kostur á að bera upp fyrirspurnir.
Skoða Facebook-síðu. Látum vini okkar vita.