Hverju þarf að breyta í þínu hverfi?

Íbúafundur með borgarstjóra í Hlíðaskóla í mars 2024
Íbúafundur með borgarstjóra í Hlíðaskóla í mars

Einar Þorsteinsson borgarstjóri býður íbúum í Vesturbæ og Miðborg upp á opið samtal laugardaginn 6. apríl næstkomandi.

Fundurinn í Vesturbæ verður haldinn í Vesturbæjarskóla og hefst klukkan 11.00 

Fundurinn í Miðborginni verður haldinn í Spennistöðinni, félags- og menningarmiðstöð miðborgar og hefst klukkan 14.00. 

Hverju þarf að breyta í þínu hverfi, hvað er vel gert og hvað finnst þér að borgarstjóri eigi að gera?

Íbúar eru hvattir til að mæta og segja sína skoðun.

Fundirnir eru um ein klukkustund að lengd og boðið er upp á kaffiveitingar. Tungumálaaðstoð í boði fyrir þau sem þess óska.

Börn eru sérstaklega velkomin og á hverjum stað verður barnahorn. 

Öll velkomin.

Sjá viðburði á Facebook: 

Vesturbær

Miðborg