Hverfisgata endurnýjuð í sumar milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs

Framkvæmdir

""

Framkvæmdir við áframhaldandi endurgerð Hverfisgötu hefjast á mánudag og í sumar er það kaflinn milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, sem gengur í endurnýjun lífdaga. 

Loka þarf Hverfisgötu tímabundið meðan á framkvæmdum stendur. Byrjað verður á kaflanum fyrir ofan Ingólfsstræti upp að Smiðjustíg, en aðkomu að  bílahúsinu Traðarkoti verður haldið opinni eins lengi og hægt er.  Framkvæmdir við gatnamót Hverfisgötu og Ingólfsstrætis eru fyrirhuguð eftir 18. júní. 

Auk endurgerðar á Hverfisgötu verða lagnir í  Ingólfsstræti upp  að Laugavegi  endurnýjaðar og verður kynnt sérstaklega áður en  þær framkvæmdir hefjast.  

Útlit Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs verður í lok sumars sama og er nú  á þegar endurgerðum hlutum götunnar.  „Verkið felst í að grafa og fylla í götu, gangstéttar og hjólastíg, grafa og fylla vegna fráveitu-, vatnsveitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjarskipta- og götulýsingarlagna, leggja fráveitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjarskipta- og götuljósalagnir, leggja snjóbræðsluslöngur, reisa ljósastólpa, malbika, leggja grásteinskant, leggja hellur og ganga frá gróðursvæðum. Leggja skal snjóbræðslulagnir í gatnamót, gangstéttar og hjólastíga og ganga frá yfirborði með götugögnum,“ segir á upplýsingasíðu í Framkvæmdasjá. 

Tengt efni: