Hvað er hinsegin ? - fræðslubæklingur

Mannréttindi Mannlíf

""

Út er kominn nýr fræðslubæklingur Hvað er hinsegin ? á vegum Reykjavíkurborgar og Samtakanna '78. Hinsegin er regnhlífarhugtak yfir allt það fólk sem fellur ekki að viðmiðum samfélagsins hvað varðar kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og/eða kyntjáningu. 

Fólk sem tilheyrir hinsegin samfélaginu er t.d. trans fólk, tvíkynhneigðir, samkynhneigðir, eikynhneigðir og intersex fólk. Fræðslubæklingurinn er liður í fræðslu- og þjónsutusamningi Reykjavíkurborgar og Samtakanna '78 sem undirritaður var á síðasta ári.  

Í fræðslusamningnum er kveðið á um að Samtökin '78 sinni áframhaldandi hinsegin fræðslu í öllum grunnskólum Reykjavíkurborgar. Einnig var samið um sérstaka hinseginfræðslu til starfsfólks leikskóla höfuðborgarinnar og að Samtökin sinni jafningjafræðslu til nemenda grunnskóla borgarinnar líkt og áður. 

Með útgáfu kynningar og upplýsingaefnis er verið að gera fræðslu um hinsegin samfélagið aðgengilega fyrir almenning, fagfólk, börn og ungmenni.

Hvað er hinsegin?