Hvað er á döfinni í samgöngumálum?

Samgöngur Umhverfi

""

Vel var mætt á málþingið Léttum á umferðinni sem haldið var í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í morgun. Hér að neðan er hægt að nálgast öll erindin sem flutt voru. 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hélt opnunarerindið og fjallaði það um brýnustu málin í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Á eftir honum voru haldnar níu fróðlegar kynningar sem tengjast samgöngumálum í Reykjavík.

Borgarstjóri notaði tækifærið og tilkynnti ákvörðun borgarráðs frá því í gær um samgöngusamninga Reykjavíkurborgar við starfsfólk en það er gríðarlega mikilvægt mál þar sem borgin er stærsti vinnustaður landsins. Eftir 1. september geta allir sem eru í hálfu eða fullu starfi hjá borginni skrifað undir samgöngusamning og fá þá 72.000 krónur á ári fyrir að nota vistvænar samgöngur til og frá vinnu. Starfsmönnum í minna starfshlutfalli býðst einnig að gera samgöngusamninga og fá þeir 36.000 krónur á ári. Samgöngusamningar borgarinnar eru stórt skref í loftslagsaðgerðum Reykjavíkurborgar en einnig mikilvægir til að efla heilsu starfsmanna og létta á þungri umferð í borginni.

Á málþinginu var fjallað ítarlega um samgöngusamningana. Þá var fjallað um borgarlínuna nýju, stöðu hennar og næstu skref. Rafvæðing samgangna var tekin fyrir svo og fjölorkustöðvar, álagstoppar í umferðinni og hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar.

Í lokin dró Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, saman efni málþingsins. Fundarstjóri var Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs en málþingið var haldið af skrifstofu samgöngustjóra á því sviði.

Hér að neðan er hægt að nálgast allar glærur þeirra er héldu erindi á málþinginu.

Opnunarerindi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Borgarlína – staðan og næstu skref    Lilja G. Karlsdóttir

Strætó – hvað er á döfinni?  Ragnheiður Einarsdóttir

Rafvæðing samgangna – hvað er framundan hjá ON?  Bjarni Már Júlíusson

Fjölorkustöðvar og önnur verkefni Íslenskrar NýOrku  Jón Björn Skúlason

Umferðargreining á stofnvegakerfinu - hvar eru flöskuhálsar? Berglind Hallgrímsdóttir

Umferðarspár 2040 – framkvæmdir og ferðamátaval  Grétar Mar Hreggviðsson

Samgöngusamningar fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar  Helga Björg Ragnarsdóttir

Álagstoppar í umferðinni  Svanhildur Jónsdóttir

Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar – verkefni næstu missera  Þorsteinn R. Hermannsson