Húsagötur sópaðar og þvegnar

Samgöngur Umhverfi

""

Húsagötur í borginni verða sópaðar og þvegnar á næstu vikum. Farið er hverfaskipt um borgina og breytilegt milli ára í hvaða hverfi vinnan hefst. Í dag var unnið á Kjalarnesi og í næstu viku verður sópað og þvegið í Leitum, Vesturbæ, Árbæ, Selási og Ártúnsholti.

Íbúar eru hvattir til að færa bíla úr almennum stæðum á borgarlandi. Borgin sópar ekki innan lóða við íbúðarhús.

Áætlun næstu viku   

Áætlun næstu viku í hreinsun gatna og gangstétta er eftirfarandi:  

Mánudaginn 4. maí

  • Leiti: Hvassaleiti, Ofanleiti, Neðstaleiti, Miðleiti, Efstaleiti og Sléttuvegur.
  • Vesturbær: Kaplaskjólsvegur, Sörlaskjól, Faxaskjól, Einimelur, Hagamelur, Reynimelur, Grenimelur, Víðimelur, Hofsvallagata, Melhagi, Furumelur, Neshagi, Espimelur.

Þriðjudaginn 5. maí: 

  • Vesturbær: Kvisthagi, Fornhagi, Tómasarhagi, Dunhagi, Fálkagata, Lynghagi, Starhagi, Grímshagi, Arnargata, Ægissíða, Smyrilsvegur, Hjarðarhagi.
  • Árbær: Fagribær, Hraunbær, Glæsibær, Þykkvibær, Vorsabær, Hlaðbær, Hábær, Rofabær, Brúarás, Brautarás, Skólabær, Melbær, Brekkubær, Ystibær, Heiðarbær.

Miðvikudaginn 6. maí: 

  • Vesturbær: Öldugrandi, Skeljagrandi, Seilugrandi, Rekagrandi, Keilugrandi, Fjörugrandi, Boðagrandi, Bárugrandi, Grandavegur, Álagrandi, Aflagrandi, Lágholtsvegur.
  • Selás: Deildarás, Eyktarás, Fjarðarás, Heiðarás, Selásbraut, Skógarás, Norðurás, Næfurás, Rauðás, Reykás.

Fimmtudaginn 7. maí: 

  • Vesturbær: Meistaravellir, Flyðrugrandi, Frostaskjól, Granaskjól, Nesvegur.
  • Selás: Klapparás, Kleifarás, Dísarás, Lækjarás, Hraunsás, Grundarás, Malarás, Sauðás, Mýrarás, Vesturás, Suðurás, Vallárás, Viðarás, Þingás, Víkurás, Vindás, Þverás.

Föstudaginn 8. maí:

  • Vesturbær: Bakkastígur, Bárugata, Brekkustígur,Brunnstígur, Bræðraborgarstígur,  Drafnarstígur, Framnesvegur, Hrannarstígur, Marargata, Nýlendugata, Ránargata, Seljavegur, Stýrimannastígur, Unnarstígur, Vesturgata, Norðurstígur, Ægisgata, Öldugata, Suðurgata. 
  • Ártúnsholt: Urriðakvísl, Silungakvísl, Álakvísl, Sílakvísl, Seiðakvísl, Birtingakvísl, Strengur, Árkvörn, Bleikjukvísl, Reyðarkvísl, Bröndukvísl, Fiskakvísl, Laxakvísl, Stangarhylur, Nethylur, Kistuhylur, Rafstöðvarvegur, Naustabryggja, Básbryggja, Tangabryggja.

Vorhreinsun hófst nokkru fyrir páska þegar byrjað var á fjölförnustu leiðunum, hjólastígum, stofnbrautum og safngötum. Með þessu vinnulagi er verið að sinna fyrst þeim leiðum sem flestir njóta.

Heildaráætlun götusópunar og þvotta er að finna á vefsíðunni  reykjavik.is/hreinsun