Hugmyndasmiðja fyrir 60 til 70 ára

Velferð Mannlíf

""

Haldin verður hugmyndasmiðja þann 10. júlí næstkomandi þar sem óskað verður eftir þátttöku fólks á aldrinum 60 til 70 ára. Farið verður yfir hvernig hægt er að breyta, bæta og nútímafæra félagstarfið hjá Reykjavíkurborg.  

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vinnur um þessar mundir að endurskipulagningu á félagsstarfi eldri borgara í samræmi við væntingar og þarfir komandi kynslóða. Í  Hugmyndasmiðju sem haldin verður 10. júli nk. verður unnið að hugmyndum um hvað borgin á að bjóða upp á þegar fólk hefur meiri tíma til að njóta?

Óskað er eftir fólki á aldrinum 60 til 70 ára sem vill koma með hugmyndir um hvað það vill geta gert í borginni þegar það hættir að vinna og hefur meiri tíma til að taka þátt í félagsstarfi. Þá verður einnig leitað eftir hugmyndum um nýjar þjónustuleiðir.
Hugmyndasmiðjan verður skapandi og skemmtileg og gefst þátttakendum tækifæri til að hafa áhrif á hvað verður boðið upp á í framtíðinni svo að allir fái að njóta sín.

Hvenær:
10. júlí 2019
Kl: 16:30 - 18:30

Hvar:

Borgartún 12 í fundarsalnum Kerhólum sem er á 7. hæð hússins

Takið þátt í áhugaverðri endurskipulagningu og skráið ykkur til þátttöku