Húðflúrþjónusta í heimahúsum er starfsleyfisskyld

Heilbrigðiseftirlit

""

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vekur athygli á eftirfarandi þáttum vegna ábendinga um að aðilar stundi húðflúr án starfsleyfis, að boðið sé uppá slíkt í heimahúsum og starfsemin auglýst á samfélagsmiðlum.

Húðflúrun er starfsleyfisskyld starfsemi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Óheimilt er að hefja starfsleyfisskyldan rekstur án starfsleyfis. Jafnframt þarf starfsemin að vera í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins. Það er því óheimilt að stunda húðflúrun í heimahúsi eða á húðflúrstofu sem hefur ekki aflað sér starfsleyfis frá viðkomandi heilbrigðisnefnd. Starfsleyfi skal hanga uppi á áberandi stað. Starfsleyfi er veitt með starfsleyfisskilyrðum sjá https://ust.is/atvinnulif/heilbrigdiseftirlit/starfsleyfisskilyrdi/ þar sem m.a. eru gerðar m.a. kröfur um húsnæði og búnað, hreinlæti og þrif, sóttvarnir, samþykki viðskiptavinar, matvæli og umhverfismál.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur þá sem ráðgera að fá sér húðflúr að vera meðvitaðir um framangreindar reglur en tilgangur þeirra er að tryggja öryggi viðskiptavina hvað varðar sóttvarnir og öryggi.

Fyrirtæki sem hafa gild starfsleyfi í Reykjavík er að finna á slóðinni https://reykjavik.is/starfsleyfi-i-gildi-i-reykjavik