Hringrásarsafnið opnað á Borgarbókasafninu í Grófinni

Hringrásarsafnið í Borgarbókasafni í Grófinni

Bókasöfn hafa alltaf verið hluti af hringrásarhagkerfinu, en fram að þessu má segja að bækurnar hafi þar verið í aðalhlutverki. Notendur bókasafnsins hafa hins vegar lengi kallað eftir meiri fjölbreytni í útlánamöguleikum og frá og með 21. maí verður því kalli svarað með því að opna Hringrásarsafnið.

Hringrásarsafnið er tilraunaverkefni í samstarfi við Munasafnið RVK Tool Library og hefur fyrsti sjálfsafgreiðsluskápurinn nú verið settur upp í Grófinni. Borgarbókasafnið og Munasafnið kölluðu eftir hugmyndum frá notendum um hvað þeir vildu sjá í skápunum 
og dæmi um það sem hægt er að fá lánað er myndvarpi, heftibyssa, háþrýstidæla, partýpakki fyrir barnaafmæli, borvél, garðverkfæri og útilegudót. Mununum verður skipt út eftir þörfum og óskum fólksins. 

Notendur kaupa áskrift að Hringrásarsafninu og fá handhafar bókasafnskírteinis afslátt af ársgjaldinu. 

Sjá viðburð á Facebook 

Listi yfir muni til útláns.