Hreinsun gatna kynnt með SMS skilaboðum | Reykjavíkurborg

Hreinsun gatna kynnt með SMS skilaboðum

mánudagur, 14. maí 2018

Hreinsun gatna og göngustíga gengur samkvæmt áætlun.  Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg sent bréf til íbúa, þar sem þeim er kynnt hvenær vorhreinsun fer fram í þeirra götu.  Nú í ár verður gerð tilraun með að senda smáskilaboð til íbúa til að ná betur til þeirra og þessa dagana er verið að senda út SMS skeyti í farsíma íbúa í hverfi 110.  Einnig verða send skeyti til íbúa í hverfi 108 þegar kemur að hreinsun þar.

  • Unnið við þrif gatna
    Unnið við þrif gatna

Reykjavíkurborg vill með þessu framtaki bæta upplýsingagjöf til íbúa og nota umhverfisvænar boðleiðir, en sending smáskilaboða er hluti af því. Rétt er að taka fram að hér er um tilraun að ræða og verða viðbrögð íbúa við þessari nýjung könnuð. Þeir sem fá skilaboð eru beðnir um að gefa sitt álit  og gangi tilraun vel, vonast starfsfólk Reykjavíkurborgar til þess að geta hætt að senda dreifibréf í hús, en um 45.000 slíkum hefur verið dreift árlega.

Smáskilaboðin eru send á alla sem skráðir eru með búsetu í því hverfi sem á að hreinsa samkvæmt skráningu á ja.is og því mögulegt að hún sé ekki rétt í öllum tilvikum.  Viðtakendur eru beðnir um að  nýta tækifærið og uppfæra sínar upplýsingar.

Götur sem verða þrifnar í þessari viku             

Íbúar eru hvattir til að auðvelda hreinsunarstörfin með því að huga að bílum sínum.  „Það flýtir mjög fyrir og skilar betri þrifum þegar bílar eru færðir úr götunni og er ekki lagt á ný fyrr en hreinsun er að fullu lokið. Þetta gildir eingöngu um almenn stæði í götunni og á borgarlandi, en ekki stæði innan lóðarmarka íbúðarhúsa og fyrirtækja," segir í boðunum og þar eru einnig upplýsingar um hreinsunardaga.  

Í skeytunum er vísað á nánari upplýsingar, meðal annars vinnuáætlun vikunnar:  

Mánudaginn 14. maí 2018.

Urriðakvísl, Silungakvísl, Álakvísl, Sílakvísl, Seiðakvísl, Birtingakvísl, Strengur, Árkvörn, Bleikjukvísl, Reyðarkvísl, Bröndukvísl, Fiskakvísl, Laxakvísl, Stangarhylur, Nethylur, Kistuhylur, Rafstöðvarvegur, Naustabryggja, Básbryggja, Tangabryggja.

 

Þriðjudaginn 15. maí 2018.

Fagribær, Hraunbær, Glæsibær, Þykkvibær, Vorsabær, Hlaðbær, Hábær, Rofabær, Skólabær, Melbær, Brekkubær, Ystibær, Heiðarbær.

 

Miðvikudaginn 16. maí 2018.

Deildarás, Eyktarás, Fjarðarás, Heiðarás, Selásbraut, Skógarás, Norðurás, Næfurás, Rauðás, Reykás.

 

Fimmtudaginn 17. maí 2018.

Klapparás, Kleifarás, Brautarás, Dísarás, Lækjarás, Hraunsás, Brúarás, Grundarás, Malarás, Sauðás, Mýrarás, Vesturás, Suðurás, Vallárás, Viðarás, Þingás, Víkurás, Vindás, Þverás.

 

Föstudaginn 18. maí 2018.

Búðavað, Elliðavað, Bugða, Þingvað, Búðatorg, Elliðabraut, Reiðvað, Sandavað, Rauðavað, Selvað, Móvað, Lækjarvað, Þingtorg, Árvað, Lindarvað, Bjallavað, Ferjuvað, Norðlingabraut, Krókavað, Kolguvað, Hólmvað, Kambavað, Hólavað, Hestavað, Helluvað.

Kynningarmyndband

Til að útskýra betur hvernig staðið er að hreinsun gatna og gönguleiða var sett saman stutt kynningarmyndband og má sjá það hér fyrir neðan.

 

Tengt efni

Upplýsingasíða um hreinsun gatna og göngustíga - reykjavik.is/hreinsun