Hólmum í Tjörninni fjölgað fyrir fuglalífið

Umhverfi

Horft yfir hólmana og Tjörnina. Mynd/Róbert Reynisson
Yfirlitsmynd yfir Tjörnina. Fólk situr á bekk, fuglar og sýn yfir hólmann.

Hólmunum í Tjörninni verður fjölgað til hagsbóta fyrir fuglalífið. Ástæðan er sú að hólmarnir sem eru til staðar í Tjörninni eru báðir undirlagðir hvönn og nýtast þess vegna illa fuglalífinu til varps eða dvalar. Auk þess hefur stóri hólminn minnkað vegna rofs. Hugmyndir að lagfæringum og fjölgun hólmanna voru kynntar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í vikunni.

Áætlað er að laga rofið í stóra hólmanum og skipta um jarðveg í honum. Varðandi litla hólmann kom sú hugmynd að ekki aðeins skipta um jarðveg heldur frekar fjölga hólmum. Verkefnið er enn á undirbúningsstigi en hugmyndin sem nú verður unnið með áfram er að gera þyrpingu af hólmum sem myndi nýtast fuglalífinu betur.