Hljóðmælingar á barnasýningum í kvikmyndahúsum

föstudagur, 17. febrúar 2017

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur framkvæmir hljóðmælingar á einstökum kvikmyndum í bíósölum borgarinnar. Hljóðstig hefur nánast undantekningalaust verið undir hávaðamörkum.

  • Hljóðstyrkur í bíó er nær undantekningalaust í lagi samkvæmt mælingum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem hefur mælt hann reglulega í kvikmyndahúsum borgarinnar.
    Hljóðstyrkur í bíó er nær undantekningalaust í lagi samkvæmt mælingum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem hefur mælt hann reglulega í kvikmyndahúsum borgarinnar.


Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur í allmörg ár hljóðmælt á einstökum kvikmyndum í bíósölum borgarinnar, þá sérstaklega barnamyndum. Nær undantekningalaust hefur hljóðstig á mældum sýningum verið undir þeim hávaðamörkum sem sett eru í reglugerð nr. 724/2008 um hávaða. Frá árinu 2011 hafa verið gerðar hljóðmælingar á 17 barnasýningum. Ekki er greint frá því hvar eða hvenær mæling fer fram en í kjölfar hennar er forsvarsmönnum kvikmyndahúsanna kynnt niðurstaðan. Mældir eru þrír hávaðavísar, LAeq (jafngildishljóðstig), LAFmax (hámarkshljóðstig) og LCpeak (hæsti hljóðtoppur) og eru mörk fyrir viðburði sem sérstaklega eru ætlaðir börnum: 90 dB(A), 105 dB(A) og 125 dB(C), í áðurnefndri röð. 

Einstaklingur, og þá sérstaklega barn, sem verður fyrir háu hljóðstigi í langan tíma (t.d. >80 dB í yfir 8 klukkustundur) getur orðið fyrir varanlegri og eins ef einsaklingurinn verður fyrir mjög háu hljóðstigi í skamman tíma (t.d. 115 dB í undir sekúndu).

Hljóðvísarnir

Til að útskýra lítillega hvaða hávaðavísarnir þýða þá felur jafngildishljóðstigið í sér mælingu með stöðugum hljóðstyrkleika og segir til um samanlagða hljóðorku hins sveiflukennda hljóðstigs yfir ákveðinn tíma. Með öðrum orðum þá skráir mælirinn niður hljóðstigið jafnt og þétt yfir tiltekinn tíma sem stöðugt sveiflast og að lokum gefur eitt gildi, jafngildishljóðstig. Líta má á það sem nokkurs konar meðalhljóðorku sem einstaklingur verður fyrir yfir ákveðið tímabil. Ekki er um hefðbundið meðaltal að ræða þar sem dB-gildin eru lógariþmísk. Hámarkshljóðstigið er svo aftur hámarkshljóðbil yfir 0,125 sek og að lokum er hæsti hljóðtoppur mæling yfir enn skemmri tíma. Hæsti hljóðtoppur er mældur með svokallaðri C-síu og jafngildis- og hámarkshljóðstigið með A-síu. A-sía fylgir því tíðnibili sem menn skynja lægra hljóðstig. C-sían líkir svo aftur á móti eftir því hvernig menn skynja mjög hátt hljóðstig og nemur betur tóna á lægsta tíðnibilinu.


Niðurstöður þessara 17 mælinga eru eftirfarandi:

Velkomið er að hafa samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og fá frekari upplýsingar eða hringja í síma 411-1111.