Hlemmur verður áfram opinn

Umhverfi Framkvæmdir

""
Reykjavíkurborg tekur við rekstri á Hlemmi um áramót og verður Hlemmur áfram opinn fyrir farþega strætó.
 
Matarmarkaður verður opnaður á Hlemmi næsta sumar og er undirbúningur í gangi. Farþegar strætó munu eins og aðrir njóta góðs af fjölbreyttri og nýrri þjónustu. Fjöldi aðila mun bjóða upp á mat sem hægt verður að neyta á staðnum eða taka með sér. 
 
Búist er við að verklegar framkvæmdir til að undirbúa aðstöðu fyrir matarmarkaðinn hefjist í apríl og verða þær kynntar betur þegar nær dregur. Meðan framkvæmdir standa yfir verður hugað að aðstöðu fyrir farþega sem bíða.
 
Strætó sagði upp leigu sinni á Hlemmi og flytur farmiðasölu sína í verslun 10/11 að Laugavegi 116. Um þjónustu Strætó er vísað á strætó.is eða í síma 540 2700
 
Hlemmur verður opinn mánudaga - föstudaga frá kl. 7.00 – 18.00, laugardaga 7.30 – 16.00 og sunnudaga kl. 9.30 – 16.00



Nánari upplýsingar um framkvæmdir við matarmarkaðinn á upplýsingasíðu í framkvæmdasjá:  Matarmarkaður á Hlemmi