Hitt húsið lokar til 2. sept vegna Covid-19 smits

Skóli og frístund Íþróttir og útivist

""

Eitt Covid-19 smit kom upp hjá starfsmanni Hins hússins í síðustu viku og hafa því 35 starfsmenn verið sendir í sóttkví af rakningateymi almannavarna til miðvikudagsins 2. september. Á meðan verður Hitt húsið lokað.

Eitt Covid-19 smit kom upp hjá starfsmanni Hins hússins í síðustu viku og hafa því 35 starfsmenn verið sendir í sóttkví af rakningateymi almannavarna til miðvikudagsins 2. september. Á meðan verður Hitt húsið lokað.

Hitt húsið rekur félagsstarf og fræðslu fyrir ungt fólk auk þess að reka frístundastarf fyrir fötluð ungmenni. Starfsemin fer að mestu fram að Rafstöðvarvegi 7-9 í Elliðaárdal.

Hitt húsið bendir á að áfram sé hægt að hafa samband við starfsfólk í gegnum síma og facebook síðu Hins hússins.

Haft hefur verið samband við alla sem verða fyrir röskun á þjónustu vegna lokunarinnar.

Heimasíða Hins hússins