Hertar lokanir og takmarkanir vegna COVID-19

Covid-19

""

Vegna hópsmita sem komið hafa upp nú í vikunni hefur heilbrigðisráðuneytið gefið út reglugerð með hertum aðgerðum til að hindra að COVID-19 smit breiðist út. Reglugerðin tekur gildi á miðnætti í kvöld.

Aðgerðirnar eru tilkomnar vegna hópsmita sem hafa verið greind sem breska afbrigði kórónuveirunnar. Það er talið meira smitandi en þau sem áður hafa greinst hér á landi. Vegna þessa verður skólahaldi aflýst í grunnskólum og tónlistarskólum. Leikskólar munu starfa áfram eftir bestu getu með takmörkunum sem hljótast af reglugerðinni en hún heimilar aðeins að tíu fullorðnir einstaklingar séu samankomnir í hverju sóttvarnarhólfi. Börn sem fædd eru fyrir 2015 eru undanskilin reglunum.

Til að innleiða breytt skipulag hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að starfsdagur verði á leikskólum til hádegis á morgun, fimmtudag.

Reykjavíkurborg mun grípa til eftirfarandi ráðstafana samkvæmt reglugerðinni.

  • Allir grunnskólar í Reykjavík loka 
  • Tónlistarskólar loka (einhverjir með fjarkennslu)
  • Félagsmiðstöðvar unglinga loka
  • Frístundaheimili loka
  • Námsflokkar Reykjavíkur loka
  • Skólahljómsveitir munu ekki starfa
  • Leikskólar verða áfram opnir eftir því sem hægt samkvæmt reglugerð
  • Sundlaugar loka
  • Ylströndin lokuð
  • Skíðasvæði lokuð
  • Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn lokar
  • Söfn Reykjavíkurborgar verða opin með 10 einstaklinga fjöldatakmörkunum en auglýstum viðburðum er aflýst
  • Íþróttastarf inni og úti sem krefst snertingar verður óheimilt

Þjónusta velferðarsviðs

Þjónustumiðstöðvar velferðarsviðs verða opnar. Þó þarf að takmarka umferð um þjónustuskála miðstöðvanna eins og kostur er. Fólki er því bent á að nýta símtöl og tölvupóst til að panta viðtöl eða boða komu sína ef hægt er, frekar en að koma á staðinn.

Þjónustumiðstöðvar velferðarsviðs eru eftirtaldar: 

  • Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Hraunbær 115, 110 Reykjavík, sími 411 1200, netfang: arbaer-grarfarholt@reykjavik.is.
  • Þjónustumiðstöð Breiðholts. Álfabakka 10, 109 Reykjavík, sími 411 1300, netfang: breidholt@reykjavik.is.
  • Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness – Miðgarður. Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík, sími 411 1400, netfang: midgardur@reykjavik.is.
  • Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Efstaleiti 1, 103 Reykjavík, sími 411 1500, netfang: laugardalur.haaleiti@reykjavik.is.
  • Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, Laugavegur 77, 101 Reykjavík, sími 411 1600, netfang: vmh@reykjavik.is.
  • Félagsmiðstöðvar fyrir fullorðið fólk verða opnar. Engin matarþjónusta verður þó í miðstöðvunum sjálfum. Hægt er að fá heimsendan mat með því að hringja í síma 411 9450 eða senda pöntun á maturinnheim@reykjavik.is.
  • Félagsstarf þar sem þjónustuíbúðir eru til húsa er lokað fyrir aðra en íbúa. Það á við um Vitatorg á Lindargötu 59, Furugerði 1, Norðurbrún 1, Lönguhlíð 3, Dalbraut 21–27 og Seljahlíð í Hjallaseli 55.  
  • Stefnt er að því að halda úti óskertri þjónustu við fullorðið fatlað fólk og fötluð börn. Verið er að sækja um undanþágur þar að lútandi. Upplýsingum verður miðlað jafnóðum og þær verða tiltækar. Einnig er unnið að því að sækja um undanþágur vegna þjónustu við heimilislaust fólk, dagdvala fyrir eldri borgara, virkniúrræða auk annarra úrræða velferðarsviðs.  

Í annarri almennri starfsemi Reykjavíkur verður farið eftir áður settum viðbragðsáætlunum og hólfunum til að tryggja að fleiri en 10 manns séu ekki saman í rými og hægt verði að tryggja tveggja metra regluna.

Þjónustuver borgarinnar í Borgartúni verður áfram opið en gestir verða að vera með grímur.  Ráðhúsið verður opið en grímuskylda.

Reykjavíkurborg bendir á þjónustu í síma 411 1111 og netspjall á vef Reykjavíkurborgar, reykjavik.is

Allar nánari upplýsingar um takmarkanir og lokanir eru á vef Reykjavíkurborgar á íslensku, ensku og pólsku á slóðinni https://reykjavik.is/covid19