Heklureitur - ný byggð við Laugaveg | Reykjavíkurborg

Heklureitur - ný byggð við Laugaveg

þriðjudagur, 20. mars 2018

Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 22. mars kl. 17 í Borgartúni 14 klukkan 17 í fundarsalnum Vindheimum.

  • Heklureitur
    Heklureitur

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar heldur kynningarfund vegna skipulags á svæðinu milli Laugavegs og Skipholts. Um er að ræða opinn fund um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010–2030, rammaskipulag fyrir svæðið í heild og drög að deiliskipulagi fyrir Heklureit á lóðunum 168–176 við Laugaveg.

Fundurinn er haldinn í Borgartúni 14, 7. hæð, í fundarherberginu Vindheimar og hefst kl. 17. Gengið er inn um eystri dyr í Borgartúni 14 og lyfta tekin upp á 7. hæð, þar er einnig farið inn um eystri dyr í Vindheima.

Allir velkomnir!

Tenglar

Aðalskipulag Laugavegur - Skipholt

Auglýsing um fundinn

 

heklureitur_mynd_-_afrit_2.jpg