Heimsókn sendinefndar frá Lviv

Þorsteinn Gunnarsson, borgarritari, Tetyana Kozhokar, Olha Mul, Helena Pionkevych, Tetyana Khabibrakhmanova, Andrii Moskalenko, varaborgarstjóri Lviv, Dagur B. Eggertsson, Sveinn Sölvason, forstjóri Össurar og Mariana Svirchuk.
Sendinefnd frá Lviv í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Sendinefnd frá úkraínsku borginni Lviv, heimsótti Reykjavíkurborg dagana 22. – 24. mars.

Í sendinefndinni voru:  Andrii Moskalenko, varaborgarstjóri Lviv, Tetyana Kozhokar – aðstoðarmaður varaborgarstjóra, Helena Pionkevych, borgarlögmaður, Tetyana Khabibrakhmanova , sviðsstjóri samskiptaskrifstofu, Olha Mul, sviðsstjóri markaðsskrifstofu, Mariana Svirchuk, forstjóri sjúkrahússins í Lviv, First Territorial Medical Union.

Hópurinn gerði víðreist á meðan á heimsókninni stóð. Farið var í heimsókn til Össurar þar sem þau fengu kynningu á framleiðslu fyrirtækisins á stoðtækjum. Þá fengu þau kynningu hjá Orkuklasanum og fóru svo í heimsókn í Elliðaárstöð, sem markaði upphaf rafvæðingar í Reykjavík þegar hún var gangsett árið 1921. Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri jarðhitasýningar Orku náttúrunnar, tók á móti hópnum í Hellisheiðarvirkjun og fræddi þau um jarðvarma og sjálfbæra orku á Íslandi og Carbfix, sem er leiðandi lausn í að sporna við loftslagsbreytingum með því að breyta COí stein.

Á föstudeginum kynntu þau sér starfsemina í Grósku og áttu svo fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þar sem meðal annars var rætt um fyrirhugaðan vinaborgasamning Reykjavíkurborgar og Lviv.