Heimsókn sendinefndar frá Lviv

Sendinefnd frá úkraínsku borginni Lviv, heimsótti Reykjavíkurborg dagana 22. – 24. mars.
Í sendinefndinni voru: Andrii Moskalenko, varaborgarstjóri Lviv, Tetyana Kozhokar – aðstoðarmaður varaborgarstjóra, Helena Pionkevych, borgarlögmaður, Tetyana Khabibrakhmanova , sviðsstjóri samskiptaskrifstofu, Olha Mul, sviðsstjóri markaðsskrifstofu, Mariana Svirchuk, forstjóri sjúkrahússins í Lviv, First Territorial Medical Union.
Hópurinn gerði víðreist á meðan á heimsókninni stóð. Farið var í heimsókn til Össurar þar sem þau fengu kynningu á framleiðslu fyrirtækisins á stoðtækjum. Þá fengu þau kynningu hjá Orkuklasanum og fóru svo í heimsókn í Elliðaárstöð, sem markaði upphaf rafvæðingar í Reykjavík þegar hún var gangsett árið 1921. Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri jarðhitasýningar Orku náttúrunnar, tók á móti hópnum í Hellisheiðarvirkjun og fræddi þau um jarðvarma og sjálfbæra orku á Íslandi og Carbfix, sem er leiðandi lausn í að sporna við loftslagsbreytingum með því að breyta CO2 í stein.
Á föstudeginum kynntu þau sér starfsemina í Grósku og áttu svo fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þar sem meðal annars var rætt um fyrirhugaðan vinaborgasamning Reykjavíkurborgar og Lviv.