Heilsa innkallar Kalk+Magnesíum frá Gula miðanum

Innkallanir matvæla

Guli midinn Kalk+Magnesium

Heilsa hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum fæðubótarefnið Kalk+Magnesíum frá Gula miðanum.

Ástæða innköllunarinnar er að aðskotahlutur (plast) fannst í töflu og aðskotahlutir í matvælum geta gert þau óhæf og ekki örugg til neyslu.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: Guli miðinn
  • Vöruheiti: Kalk+Magnesíum
  • Geymsluþol: Best fyrir lok  Dagsetning: 02/2025
  • Lotunúmer: 2501-1211
  • Nettómagn: 180 töflur
  • Strikamerki: 5690684000226
  • Framleiðandi (pökkunaraðili): Heilsa, Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
  • Heilsa, Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík.

Dreifing vörunnar; Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Mos, Apótekarinn, Austurbæjarapótek, Borgar Apótek, Fjarðarkaup, verslanir Hagkaupa, Heilsuhúsið, Heimkaup, Hlíðarkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Kauptún, verslanir Krónunnar, Lyf og heilsa, Lyfja, Lyfjaval, Lyfjaver, Melabúðin, Reykjanesapótek, Reykjavíkur Apótek, Verslanir Samkaupa (Iceland, Kjörbúðin, Krambúðin, Nettó) og Urðarapótek.

Neytendum sem keypt hafa Kalk+Magnesíum frá Gula miðanum með framangreindu lotunúmeri/best fyrir lok dagsetningu er bent á að neyta hennar ekki og farga, skilað henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt eða snúa sér beint til Heilsu ehf.

Nánari upplýsingar veitir Heilsa ehf. í síma 533 3232 eða í gegnum netfangið heilsa[hja]heilsa.is.