Heilbrigðiseftirlitið svarar Félagi ábyrgra hundaeigenda

fimmtudagur, 9. mars 2017

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill koma eftirfarandi leiðréttingum og athugasemdum á framfæri í tilefni af umfjöllun sem birst hefur á heimasíðu Félags ábyrgra hundaeigenda (FÁH)

  • ""

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur harmar að verið sé að hvetja fólk til að brjóta ákvæði hundasamþykktarinnar með því að stjórnarmaður lýsi því fyrir á vef Féglags ábyrgra hundaeigenda að hún ætli ekki að greiða hundaleyfisgjaldið. Slík framsetning á vef félagsins er líkleg til að valda sundrungu um málefni sem hundaeftirlitið í Reykjavík, ásamt fleirum, vinnur að til að skapa til betri hundamenningu í borginni. Starf þess birtist t.d. í fækkun alvarlegra kvartana vegna brota á hundasamþykkt á síðustu árum.

Heimild fyrir gjaldtöku er að finna í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, samanberog sjá auk þess 12. gr. samþykktar um hundahald í Reykjavík nr. 478/2012 og 1. gr. gjaldskrár fyrir hundahald í Reykjavíkurborg nr. 1189/2016.

Samþykktin er fyrir alla borgarbúa

Af þessu tilefni er nauðsynlegt að taka það skýrt fram að samþykkt Reykjavíkurborgar um hundahald er ekki sett fyrir hundeigendur sérstaklega heldur alla borgarbúa hvort sem þeir eru hundeigendur eða ekki. Hundasamþykktin á sér stoð í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir þar sem meginmarkmið laganna er að tryggja landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi. Hundaeftirlit er eitt af þeim verkefnum sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ber ábyrgð á og felst það í framfylgd ákvæða hundsamþykktarinnar. 

Lausaganga hunda eitt af verkefnunum

Í skrifum á vef FÁH er eingöngu fjallað um að starfsfólk í hundaeftirliti framfylgi þeim þáttum hundasamþykktar er lýtur að lausgöngu og gert ráð fyrir að starfsfólk eftirlitsins geri lítið annað. Þetta er alrangt. Önnur verkefni hundaeftirlits eru m.a. það að sinna innkomnum erindum sem eru af ýmsum toga og málum sem sum enda sem kvartanir með tilheyrandi úrvinnslu og rannsóknum. Fjöldi símtala varðandi hundamál í gegnum þjónustuver voru 1689 árið 2014, 1694 árið 2015 og 1685 árið 2016, þá eru ekki talin með bein símtöl í farsíma hundaeftirlitsmanna. Skráðar kvartanir sem þurftu rannsókna og eftirlits með, voru 273 árið 2014, 262 árið 2015 og 200 árið 2016. Lausaganga hunda sem kom til kasta eftirlitsins voru 104 árið 2014, 105 árið 2015 og 62 árið 2016. Málin eru mis alvarleg og umfangsmikil og sum eru þess eðlis að það getur tekið mörg ár að leysa úr þeim. 

Ýjað er að því, á vef FÁH, að gjöld sem innheimt eru af hundeigendum í Reykjavík fari í eitthvað annað en rekstur hundaeftirlitsins og að óeðlilegt sé að meirihluti tekna fari í laun. Það er einnig alrangt. Gjöldin fara í það að uppfylla ákvæði hundasamþykktarinnar gagnvart borgarbúum. Á vef FÁH er tíðrætt um ritara hundaeftirlits. Ekki er um að ræða einn einstakan ritarar heldur eru innifalin í rekstri hundaeftirlitsins laun eins ritara en fleiri en einn ritari sinnir verkefnum fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Allir sem vilja skoða rekstarbókhald hundaeftirlitsins og hafa þekkingu á rekstri miðað við þau verkefni sem eftirlitinu er falið og m.t.t. fjölda erinda og mála, sjá að starfsmenn eru síst of margir. Rekstur hundaeftirlits er alveg óháður öðrum rekstri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þó öðru sé haldið fram af FÁH. Hundaeftirlitið er með eigin fjárhag og gjaldskrá.

Það er ekki ákvörðun hundaeftirlitsins hvort gjaldtaka sé í formi gjalda á hundeigendur eins og er á Íslandi eða lagður skattur á alla íbúa landsins vegna hundahalds. Þá umræðu þarf að taka á vettvangi þeirra sem setja lög og reglur.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill hvetja alla sem koma að málefnum hunda í Reykjavík sem og öðru er varðar verkefni eftirlitsins að vinna saman að góðum málefnum okkur öllum til hagsbóta. Þannig næst mestur árangur. 

Eftir því sem fleiri skrá sig því lægri verða gjöldin, miðað við það kerfi sem við búum við í dag á Íslandi. Það er því ekki viturlegt að hvetja fólk til að greiða ekki hundaleyfisgjaldið eins og FÁH gerir. Árgjaldið er 19.850 kr. en um helmingur hundaeigenda í Reykjavík er með 50% afslátt af árgjöldum og greiða því 9.950 kr. þar sem þeir hafa farið með hundana sína á viðurkennd námskeið.

Tenglar

Hundaeftirlit