Heilbrigðiseftirlitið innkallar All Purpose Flour frá Kite

All purpose flour - innkallað

Dai Phat Trading ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum All Purpose Flour frá Kite.

Ástæða innköllunar: Varan er innkölluð vegna óleyfilegs aukefnis, bensóýlperoxíð (e. benzyol peroxide) í vöru.

Hver er hættan? Engin hætta tilgreind.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Kite

Vöruheiti: All Purpose Flour

Strikamerki: 8850310000724

Nettómagn: 1 kg

Framleiðandi: United Flour Mill Public Co.,Ltd.

Framleiðsluland: Taíland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

Dai Phat Trading ehf., Faxafeni 14, 108 Reykjavík

Dreifing: Dai Phat Supermarket, Faxafeni 14

Leiðbeiningar til neytenda:

Viðskiptavinir sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu. Fyrir fleiri upplýsingar hafið samband í númerið 765-2555.