Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallar fisk frá neytendum

Heilbrigðiseftirlit

Fiskur innkallaður frá heilbrigðiseftirlitinu

Filipino Store ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur innkallað fisk, Round Scad (Galunggong) frá Kapamilya frá neytendum.

Ástæða innköllunar:

Komið hefur í ljós að varan inniheldur þungmálminn kadmíum yfir mörkum.

Hver er hættan?

Matvæli sem innihalda kadmíum yfir mörkum eru ekki örugg og geta verið heilsuspillandi.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Kapamilya

Vöruheiti: Round Scad (Galunggong)

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 23.06.2024

Nettómagn: 200-250 g

Geymsluskilyrði: Frystivara

Framleiðsluland: Indónesía

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

Filipino Store ehf., Langarima 21-23, 112 Reykjavík.

Dreifing:

Varan var einungis seld í verslun Filipino Store ehf., Langarima 21-23, og í vefverslun (www.filipino.is).

Leiðbeiningar til neytenda:

Neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í verslun Filipino Store ehf. gegn endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar um innköllun:

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Filipino Store ehf. í síma 537 4646 eða í gegnum netfangið store[hja]filipino.is.