Háteigsskóli og Árbæjarskóli í úrslit í Skrekk

Skóli og frístund

""

Átta grunnskólar af 24 sem taka þátt í hæfileikahátíðinni Skrekk kepptu á undanúrslitakvöldi í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Árbæjarskóli og Háteigsskóli fóru með sigur af hólmi. 

Fulltrúar Árbæjarskóla, Háteigsskóla Hólabrekkuskóla Langholtsskóla, Laugalækjarskóla, Norðlingaskóla, Rimaskóla og Ölduselsskóla stigu á svið á fyrsta undanúrslitakvöldinu eða meira en 200 grunnskólanemendur. Mikil spenna ríkti í yfirfullum salnum í Borgarleikhúsinu þegar úrslitin voru kynnt en svo fóru leikar að Háteigsskóli og Árbæjarskóli stóðu uppi sem sigurvegarar kvöldsins. 

Annað undanúrslitakvöldið fer fram í kvöld og verður sent út á UngRÚV klukkan 20.00. Þá keppa Hagaskóli, Vættaskóli, Klettaskóli, Seljaskóli, Fellaskóli, Vesturbæjarskóli, Dalskóli og Hlíðaskóli. Lokahátíðin í Skrekk fer fram mánudaginn 11. nóvember.