Hagaskóli sigraði Skrekk

Hagaskóli

Skrekkshópur Hagaskóla bar sigur úr býtum á glæsilegu úrslitakvöldi Skrekks, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, sem fram fór í Borgarleikhúsinu 13. nóvember. Siguratriðið ber nafnið Líttu upp, taktu eftir og fjallar um mikilvægi þess að líta upp úr snjalltækjunum og njóta lífsins.

Í öðru sæti var Háteigsskóli með atriðið Fjörutíu sekúndur og í þriðja sæti var Seljaskóli með atriðið Fer þetta svona?. Í heildina voru 700 krakkar sem tóku þátt í Skrekksatriðunum og 24 skólar í Reykjavík. 

Í ár tóku 24  skól­ar og 700 unglingar þátt í undanúrslitum og komust átta skólar áfram í úrslitin. 2000 áhorfendur horfðu á í salnum, 500 í hvert sinn.

  1. Langholtsskóli, Gerandinn er þinn besti vin
  2. Háteigsskóli, Fjörutíu sekúndur
  3. Réttarholtsskóli, Í eigin heimi
  4. Seljaskóli, Fer þetta svona?
  5. Laugalækjarskóli, Dagurinn hennar mömmu
  6. Landakotsskóli, Á bakvið tjöldin
  7. Hagaskóli, Líttu upp, taktu eftir.
  8. Foldaskóli, Fast fashion

Skrekkur er viðamikið samstarfsverkefni grunnskóla og félagsmiðstöðva Reykjavíkur og RÚV þar sem mikil metnaður birtist í hverju atriði. 

Ljósmyndari: Anton Bjarni.