No translated content text
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í borginni í dag, 31. október, skv. mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Slík mengun er beintengd umferðinni þegar hún er mest kvölds og morgna í stilltu veðri eins og er í dag.
Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnanna og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hægviðri og frosti í dag og umtalsverðar líkur á því að styrkur köfnunarefnisdíoxíðs fari yfir sólarhringsheilsuverndarmörk við Grensásveg. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra. Búast má við svipuðum veðuraðstæðum næstu daga.
Köfnunarefnisdíoxíð veldur ertingu í lungum og öndurvegi. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna.