Hægt að fylgjast með biðlistum í Völu

Börn að leik á leikskólalóð.

Foreldrar geta nú fylgst með stöðu biðlista vegna leikskólaumsókna í Völu í þeim leikskólum sem sótt er um fyrir barnið. Biðlistar ganga mishratt eftir leikskólum og hverfum. Sum hverfi eru með fleiri leikskólapláss en önnur vegna aldurssamsetningar og fjölda barna. Þess vegna er í sumum hverfum hægt að bjóða yngri börnum pláss en í öðrum.

 

Möguleiki á plássi í öðrum leikskólum

Foreldrar geta alltaf skoðað möguleika á plássi fyrir barn sitt í öðrum leikskólum en sótt var um í. Nú geta foreldar barna sem eru 15 og 16 mánaða barna (fædd í maí og júní 2021) átt möguleika á að fá pláss í öðrum leikskólum en upphaflega var sótt um í. Þau sem hafa áhuga á að skoða möguleika í öðrum leikskólum geta haft samband í gegnum netfangið innritun.leikskolar@reykjavik.is eða hringt í síma 411-1111. Þegar barn fær boð um leikskólavist fá foreldrar/forsjáraðilar senda staðfestingu í tölvupósti.

Skjámyndir úr Völu